Listheimar loka í Súðarvogi
Starfsemi Listheima flytur úr Súðarvogi í lok október.
Frekari upplýsingar varðandi fyrirkomulag starfseminnar verða sendar síðar út á póstlistann.
Ekki verður tekið á móti nýjum innrömmunarverkefnum að svo stöddu.
Heimasíða Listheima verður opin þar sem verk í umboðssölu verða áfram auglýst.
Jafnframt munu vefuppboðin í samstarfi við Listaverk.is halda áfram.
— — —
Listheimar bjóða upp á sölumiðlun listaverka, hvort sem það er beint frá listamönnum eða í endursölu, í beinni sölu og á uppboðum.
Uppboð
Listheimar eru í samstarfi við við uppboðsvefinn Listaverk.is þar sem haldin eru regluleg vefuppboð. Ef þú hefur áhuga á að setja listaverk inn á uppboð, ekki hika við að hafa samband.