Louisa

Sölusýningin Louisa opnar í Listheimum laugardaginn 21. september.

Sýnd verða margvísleg verk úr dánarbúi Louisu Matthíasdóttur, frá ýmsum tímabilum á ferli listakonunnar.

Þar á meðal er íslenskt landslag, svipmyndir úr borg og sveit, dýramyndir, módel og uppstillingar.

Sýningin opnar kl 14 í Súðarvogi 48.

Verið velkomin.

Sýningartími: 21. september – 5. október.
Opnunartímar Listheima meðan á sýningu stendur

Laugardagur 21. september 14 – 17
Sunnudagur 22. september 13 – 17
Mánudagur 23. september Lokað
Þriðjudagur 24. september 13 – 17
Miðvikudagur 25. september 13 – 17
Fimmtudagur 26. september 13 – 17
Föstudagur 27. september 13 – 17
Laugardagur 28. september 13 – 17
Sunnudagur 29. september 13 – 17
Mánudagur 30. september Lokað
Þriðjudagur 1. október 13 – 17
Miðvikudagur 2. október 13 – 17
Fimmtudagur 3. október 13 – 17
Föstudagur 4. október 13 – 17
Laugardagur 5. október 13 – 17

Listheimar loka í Súðarvogi
Starfsemi Listheima flytur úr Súðarvogi í lok október.
Frekari upplýsingar varðandi fyrirkomulag starfseminnar verða sendar síðar út á póstlistann.
Ekki verður tekið á móti nýjum innrömmunarverkefnum að svo stöddu.
Eins vil ég biðja þau sem eiga verk í Listheimum, í umboðssölu eða innrömmun, að bóka tíma til að sækja þau. Hægt er að hafa samband í síma 690-7740 eða á netfangið viktor@listheimar.is
Heimasíða Listheima verður opin þar sem verk í umboðssölu verða áfram auglýst.
Jafnframt munu vefuppboðin í samstarfi við Listaverk.is halda áfram.

— — —

Listheimar bjóða upp á sölumiðlun listaverka, hvort sem það er beint frá listamönnum eða í endursölu, í beinni sölu og á uppboðum.

 

Uppboð
Listheimar eru í samstarfi við við uppboðsvefinn Listaverk.i.s þar sem haldin eru regluleg vefuppboð. Ef þú hefur áhuga á að setja listaverk inn á uppboð, ekki hika við að hafa samband.

Innrömmun
Í Listheimum er innrömmunarverkstæði þar sem tekið er við innrömmunarverkefnum af ýmsu tagi, fyrir sýningar, stofuvegginn og allt þar á milli.

Ath. Vegna flutninga er ekki tekið á móti innrömmunarverkefnum að svo stöddu.