Í Listheimum bjóðum við upp á ýmis konar ráðgjöf varðandi umsýslu listaverka, hvort sem það kemur að verðmati, kaupum eða sölu. Auk þess er starfandi innrömmunarverkstæði í Listheimum.

Við höldum reglubundnar myndlistarsýningar ásamt því að sinna sölumiðlun á listaverkum, ýmist beint frá listamönnum og í endursölu.

Þá bjóðum við listamönnum upp á ráðgjöf og þjónustu i tengslum við rekstur myndlistarmanna – bókhald, textaskrif, sýningarstjórn ofl.

Um Listheima

Viktor Pétur Hannesson er eigandi Listheima. Viktor er starfandi myndlistarmaður, menntaður í myndlist frá Listaháskóla Íslands og er með MA próf í Listfræði frá Háskóla Íslands.

Handsmíðaðir rammar fyrir stofuna og sýninguna

Við getum aðstoðað þig við að setja umgjörð um listaverkin þín, ýmist fyrir listasýninguna eða stofuvegginn.
Við sérsmíðum ramma utan listaverk eða nánast hvað sem er. Einnig getum við strekkt málverk á blindramma eða skipt um blindramma á verkum sem þurfa á því að halda.

Sýningarstjórn og textaskrif

Ertu að leita að sýningarstjóra, aðstoð við textagerð, ráðleggingum varðandi uppsetningu sýninga?
Við getum veitt aðstoð og faglega ráðgjöf í tengslum við sýningargerð.

Listamannabókhald

Við tökum að okkur bókhald og aðstoð við framtalsskil fyrir listafólk og myndlistartengd verkefni. Hafið samband við sjáum hvort við getum aðstoðað.