Innrömmun
Listheimar bjóða upp á innrömmun þar sem handverk og fágun mætast. Hjá okkur finnur þú ráðgjöfina og rammana svo listaverkið þitt fá rétta, fallega heimilið.
Handsmíðaðir rammar fyrir stofuna og sýninguna
Við getum aðstoðað þig við að setja umgjörð um listaverkin þín, ýmist fyrir listasýninguna eða stofuvegginn.
Við sérsmíðum ramma utan listaverk, spegla eða nánast hvað sem er. Einnig strekkjum við málverk á blindramma og skiptum um blindramma á verkum sem þurfa á því að halda.
Við tökum að okkur allar gerðir af verkum sem snúast að innrömmun.


Hvað kostar að ramma inn mynd?
Verð á innrömmun veltur á ýmsum þáttum, s.s. val á ramma og gleri, stærð myndar, tækni og fleiru. Því er erfitt að segja til um hvað innrömmun kosti þar sem hvert verkefni er sérunnið.
Í Listheimum færðu þá alltaf gott verð, faglega ráðgjöf og fyrirtaks þjónustu. Við höfum víðtæka reynslu og höfum rammað inn allt frá gömlu meisturunum yfir í nýja og upprennandi listamenn.
Til að fá verðhugmynd eða tilboð er best að senda okkur fyrirspurn á netfangið viktor@listheimar.is eða í síma 787-8288.